Skýrsla Orkustofnunar um starfsemi raforkueftirlits
Orkustofnun hefur skilað til iðnaðar- og viðskiptaráðherra skýrslu í samræmi við raforkulög nr. 65/2003 um starfsemi raforkueftirlits. Gerð er grein fyrir starfsemi stofnunarinnar sem lýtur að eftirlitsþáttum með raforkufyrirtækjum vegna áranna 2011 til og með 2013. Leyfisveitingar og kærur ársins 2013 verða tíundaðar en þær hafa ekki áður komið fram í skýrslum stofnunarinnar. Auk þess fylgir endurskoðun á rekstraráætlun vegna ársins 2014 og áætlun fyrir árið 2015. Skýrslunni fylgir umsögn samráðsnefndar eftirlitsskyldra aðila.
Skýrsla OS um starfsemi raforkueftirlits