Hoppa yfir valmynd
13. nóvember 2014 Matvælaráðuneytið

Orkumálaráðherrar Norðurlandanna leggja áherslu á aukinn hlut endurnýjanlegrar orku í samgöngum

Norrænir orkumálaráðherrar
Norrænir orkumálaráðherrar

Ráðherrafundur orkuráðherra Norðurlandanna var haldinn í gær í Keflavík undir forsæti Ragnheiðar Elínar Árnadóttur. Ráðherrarnir lögðu sérstaka áherslu á mikilvægi þróunar grænna tæknilausna og þess að auka hlutfall endurnýjanlegrar orku í samgöngum jafnt á lofti, láði og legi. 

Meðal annarra atriða sem koma fram í ályktun fundarins má nefna áherslu á samvinnu Norðurlandaþjóðanna varðandi flutningskerfi raforku og norrænan raforkumarkað.

Ráðherrar á orkufundiRáðherrarnir eru sammála um að ný Loftslags- og orkustefna ESB til ársins 2030 muni hafa mikil áhrif og setja þrýsting á alþjóðasamfélagið.

Lausnir fyrir strjálbýl svæði voru settar í forgang og í því sambandi er horft til nýrra tæknilausna eins og t.d. bættrar orkugeymslu. 

Danir munu gegna formennsku í nefndinni á næsta ári og tiltók danski ráðherrann Rasmus Pedersen að þeir muni feta í fótspor Íslendinga og leggja áfram áherslu á möguleika þess að nota lífeldsneyti í samgöngum, sérstaklega í skipum og flugvélum.

Ályktun fundarins


Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta