Niðurstöður starfshóps um gerð griðareglna
Starfshópur um gerð griðareglna hefur skilað til fjármála- og efnahagsráðherra drögum að frumvarpi til laga um griðareglur og greinargerð um lagaheimildir skattyfirvalda til að sporna gegn skattsvikum með ábendingum um úrbætur á þeim lagaheimildum.
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur ákveðið að í framhaldinu verði frumvarpið fullunnið og kynnt í ríkisstjórn við fyrsta tækifæri. Þá verður orðið við ábendingum starfshópsins um að fara í frekari vinnu til að skýra og treysta betur núverandi lagaheimildir skattyfirvalda sem ætlaðar eru til að sporna við skattsvikum.
Í starfshópnum áttu sæti Ása Ögmundsdóttir, lögfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneyti, sem jafnframt var formaður, Guðni Ólafsson, fjármálastjóri embættis tollstjóra, Guðrún Jenný Jónsdóttir, sviðsstjóri alþjóðasamskipta ríkisskattstjóra og Lísa K. Yoder, lögfræðingur hjá skattrannsóknarstjóra ríkisins.