Ný heildarlög um rekstraraðila sérhæfðra sjóða - byggt á AIFMD tilskipun Evrópusambandsins nr. 2011/61
Í apríl árið 2009 lagði Evrópusambandið fram tillögu að tilskipun um rekstraraðila sérhæfða sjóða (Alternative Investment Fund Managers Directive, AIFMD).1 Tilskipun 2011/61/ESB, sem samþykkt var hinn 8. júní 2011 tekur til starfsemi rekstraraðila sérhæfðra sjóða, þ.e. annarra sjóða en verðbréfasjóða (UCITS-sjóða). Engin heildstæð Evrópulöggjöf hafði áður tekið til starfsemi slíkra rekstraraðila. Markmið tilskipunarinnar er að samræma regluverk milli aðildarríkja, tryggja einsleitni á innri markaði Evrópska efnahagssvæðisins (EES), efla eftirlit, auka gagnsæi á sjóðamarkaði og efla traust á starfsemi sérhæfðra sjóða og rekstraraðila þeirra.