Innleiðingaráætlun kynjaðrar hagstjórnar og fjárlagagerðar 2015-2019
Innleiðing kynjaðrar hagstjórnar og fjárlagagerðar (KHF) hér á landi hófst árið 2009. Leiðarljós innleiðingarinnar er að með kynjaðri hagstjórn og fjárlagagerð haldist réttlæti og sanngirni í hendur við efnahagslega velferð. Með því er undirstrikað að þörfin fyrir KHF er af tvennum toga. Þar eru annars vegar réttlætissjónarmið sem snúa að því að skapa réttlátt og sanngjarnt samfélag þar sem kynjajafnrétti ríkir og hins vegar nytjasjónarmið um að jafnrétti fylgi efnahagslegur ávinningur á meðan misrétti er samfélögum dýrkeypt.