Framtíðarsýn í lífeyrismálum
Í stöðugleikasáttmálanum svokallaða sem var undirritaður 25. júní 2009 af aðilum vinnumarkaðarins, ríki og sveitarfélögum var kveðið á um að þessir aðilar myndu í sameiningu taka lífeyrismál og málefni lífeyrissjóða til umfjöllunar. Þar sagði jafnframt að farið yrði yfir málin frá grunni án skuldbindinga og fjallað um framtíðarsýn í þessum málaflokki.