Hoppa yfir valmynd
22. september 2015 Matvælaráðuneytið

Matsskýrsla um framkvæmd og framvindu verkefnisin Brothættar byggðir

Í þingsályktun um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2014-2017 voru skilgreindar aðgerðir til að ná markmiðum áætlunarinnar er falla undir fjögur lykilsvið. Ein af þeim er aðgerðin "Brothætt byggðarlög" sem fellur undir lykilsviðið "Sértækar aðgerðir á varnarsvæðum". Markmið aðgerðarinnar er að stöðva viðvarandi fólksfækkun í smærri byggðakjörnum og í sveitum landsins. Byggðastofnun ber ábyrgð á framkvæmd verkefnisins. 

Haustið 2014 ákvað atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið að láta meta framkvæmd og árangur af verkefninu "Brothættar byggðir" það ríflega eina ár sem liðið var af fimm ára líftíma þess. Ráðgjafafyrirtækið Ernst og Young ehf. var fengið til verksins og hefur það nú skilað skýrslu. Viðfangsefni EY var stillt upp sem áhrifamati á stefnu (e. impact/policy evaluation) sem byggir á þekktum fyrirmyndum og verklagi. Í kjölfar skýrslunnar fór af stað vinna innan Byggðastofnunar og ráðuneytisins þar sem farið var yfir og endurbætt verklag og framkvæmd verkefnisins út frá athugasemdum er komu fram í skýrslu EY og var þeirri vinnu lokið í lok sumars 2015. 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta