Skýrsla nefndar um starfsemi og rekstur RÚV frá 2007
Nefnd um starfsemi og rekstur RÚV hefur skilað skýrslu til mennta- og menningarmálaráðherra
Nefnd um starfsemi og rekstur RÚV hefur skilað skýrslu sinni til mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra skipaði nefndina þann 7. maí sl. en henni var falið að greina þróun á starfsemi Ríkisútvarpsins ohf. frá stofnun félagsins árið 2007 og afla þar með skýringa á núverandi rekstrarstöðu RÚV.
Nefndina skipuðu Eyþór Laxdal Arnalds framkvæmdastjóri, formaður, Guðrún Ögmundsdóttir sérfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneyti og Svanbjörn Thoroddsen hjá KPMG.