Hoppa yfir valmynd
12. janúar 2016 Forsætisráðuneytið

Skýrsla um efnahagsleg áhrif innflutningsbanns Rússlands á íslenska hagsmuni

Fyrirtækið Reykjavik Economics hefur unnið skýrslu um efnahagsleg áhrif innflutningsbanns Rússlands á íslenska hagsmuni. Var skýrslan unnin að beiðni samráðshóps stjórnvalda og hagsmunasamtaka á Rússlandsmarkaði, en í honum sitja fulltrúar frá forsætisráðuneyti, utanríkisráðuneyti, atvinnuvega- og nýsköpunarrráðuneyti, fjármála- og efnahagsráðuneyti og Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi.

Í skýrslunni er farið yfir viðskiptasögu Íslands og Rússlands og hvernig útflutningur til Rússlands hefur þróast á undanförnum áratugum. Þá er greint frá þróun efnahagsmála í Rússlandi og aðstæðum á alþjóðlegum mörkuðum fyrir sjávarafurðir, og sagt frá viðskiptabanni Evrópusambandsins og annarra ríkja gagnvart Rússlandi.

Í niðurstöðum skýrslunnar segir m.a. að efnahagsleg áhrif innflutningsbanns Rússlands hér á landi geti orðið umtalsverð, en að hafa verði í huga að samdráttur ríki í efnahagsmálum Rússlands og að kaupmáttur fari þar minnkandi. Þá sé of snemmt að segja til um það hver áhrif verði af þeim mótvægisaðgerðum sem stjórnvöld hér á landi hafa gripið til vegna innflutningsbannsins.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta