Hoppa yfir valmynd
1. apríl 2016 Matvælaráðuneytið

Skýrsla iðnaðar- og viðskiptaráðherra til Alþingis um ferðamál

Frá Skaftafelli
Frá Skaftafelli

 Laust fyrir páska lagði Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra fram á Alþingi skýrslu um ferðamál þar sem gerð er grein fyrir ýmsum þeim verkefnum sem unnið er að á vettvangi stjórnsýslunnar og í samstarfi við ferðaþjónustuna og sveitarfélög. 

Skýrslan gefur glögga mynd af stöðu ferðaþjónustunnar og aðkomu ríkisvaldsins að verkefnum tengdum eflingu og þróun hennar í fortíð, nútíð og framtíð.

Meðal verkefna sem gerð er grein fyrir í skýrslunni má nefna:

  • Aukin framlög til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða sem og breytingar á sjóðnum til að hann geti betur sinnt hlutverki sínu við uppbyggingu á ferðamannastöðum.
  • Verkefni sem koma fram í Vegvísi í ferðaþjónustu sem ráðuneytið og Samtök ferðaþjónustunnar stóðu sameiginlega að.
  • Þau fjölmörgu verkefni sem unnið er að á vettvangi Stjórnstöðvar ferðamála.
  • Markviss áhersla á að bæta talnagögn og auka rannsóknir.
  • Lagabreytingar sem komnar eru til framkvæmda og eru í vinnslu. 

Markmið skýrslunnar er að upplýsa Alþingi um þessi mikilvægu verkefni og kalla eftir hugmyndum þingsins um aðgerðir sem mega verða til þess að efla ferðaþjónustuna enn frekar.

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta