Hoppa yfir valmynd
5. apríl 2016 Matvælaráðuneytið

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra leggur skýrslu um raforkumálefni fyrir Alþingi

Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra lagði í gær fram á Alþingi skýrslu um stöðu og þróun raforkumála á Íslandi. Í skýrslunni kemur m.a. fram að þegar horft er til næstu þriggja ára stefnir í að eftirspurn eftir raforku verði nokkuð umfram framboð.  

Í skýrslunni er farið yfir það sem hefur áunnist frá því að síðasta raforkuskýrsla var lögð fram fyrir tveimur árum. Þar má nefna aukið orkuöryggi á Vestfjörðum og Norð-Austurlandi en aðgerðir á báðum þessum svæðum hafa byggt á markvissum tillögum starfshópa með þátttöku heimamanna,

Þá markar það tímamót að á þessu ári verður flutningur og dreifing á raforku til húshitunar íbúðarhúsnæðis niðurgreidd að fullu hjá þeim sem eiga ekki kost á hitun húsnæðis með jarðvarma.

Í skýrslunni er farið yfir helstu forgangsverkefni stjórnvalda á sviði orkumála og auk þess geymir skýrslan margþættan almennan fróðleik um raforkumál á Íslandi.

Skýrslan er lögð fram á Alþingi annað hvert ár í samræmi við raforkulög. Meðal annarra umfjöllunarefna í skýrslunni má nefna:

  • Þróun löggjafar um raforkumál og áherslur á erlendum vettvangi
  • Yfirlit yfir raforkuframleiðslu og eftirspurn
  • Stefnumótun og löggjöf er varða flutningskerfi raforku
  • Raforkuöryggi flutnings- og dreifikerfis
  • Sæstrengur til Evrópu
  • Jöfnun á dreifikostnaði raforku
  • Yfirlit um sölu og notkun raforku
  • Rannsóknir orkulinda
  • Orkuskipti í samgöngum
  • Gæði raforku og afhendingaröryggi
  • Áætluð uppbygging flutningskerfis raforku
  • Rammaáætlun 

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta