Skýrsla heilbrigðisráðherra til Alþingis um leiðir til að draga úr skaðlegum áhrifum vímuefnaneyslu í íslensku samfélagi
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra lagði fram á Alþingi 30. ágúst 2016, skýrslu með tillögum um endurskoðun stefnu í vímuefnamálum til að draga úr skaðlegum áhrifum vímuefnaneyslu í íslensku samfélagi.
Skýrslan er gerð á grundvelli ályktunar Alþingis frá í maí 2014 þar sem Alþingi fól ríkisstjórninni að „endurskoða stefnu í vímuefnamálum á grundvelli lausnamiðaðra og mannúðlegra úrræða, á forsendum heilbrigðiskerfisins og félagslega kerfisins, til aðstoðar og verndar neytendum efnanna og félagslegum réttindum þeirra, aðstandendum þeirra og samfélaginu í heild.“