Vistheimilanefnd skilar viðbótarskýrslu
Visheimilanefnd hefur skilað dómsmálaráðherra viðbótarskýrslu vegna vistunar barna á Kópavogshæli. Nefndin skilaði dómsmálaráðherra þann 7. febrúar 2017 skýrslu um vistun barna á Kópavogshæli í samræmi við lög nr. 26/2007 og erindisbréf forsætisráðherra.
Eftir að skýrslunni var skilað komu fram ábendingar um að gögn sem nefndin gekk út frá að hefðu ekki fundist við vinnslu skýrslunnar væri væntanlega að finna í sjúkraskrársafni Landspítalans.
Vistheimilanefnd taldi rétt að afla þessara gagna og fara yfir þau. Vistheimilanefnd telur upplýsingar í viðbótarsjúkraskrám sambærilegar þeim sem lágu til grundvallar skýrslunni og styðji enn frekar niðurstöður hennar. Er það niðurstaða nefndarinnar að ekkert komi fram í þessum viðbótargögnum sem breyti þeim niðurstöðum og ályktunum sem settar voru fram í skýrslunni.