Áhrif beitarfriðunar á vöxt, blómgun og fræframleiðslu plantna á Skeiðarársandi
Dr. Bryndís Marteinsdóttir, próf. Þóra Ellen Þórhallsdóttir og Dr. Kristín Svavarsdóttir hlutu styrk árið 2015 til að greina fyrstu áhrif beitarfriðunar á hæfni einstakra plantna og meta hvaða áhrif sauðfé hefur á frædreifingu á Skeiðarársandi. Rannsóknin er gerð á 10 stórum rannsóknarreitum sem girtir voru af sumarið 2004 með það að markmiði að fylgjast með langtímaáhrifum beitarfriðunar á sjálfgræðslu sandsins.
Lokaskýrslu verkefnisins má nálgast hér: Áhrif beitarfriðunar á vöxt, blómgun og fræframleiðslu plantna á Skeiðarársandi