Stefna og aðgerðaáætlun Vísinda- og tækniráðs 2017-2019
Rannsóknir og nýsköpun eru veigamikill þáttur í hagþróun. Ný þekking og tækni hefur aukið til muna arðsemi og verðmætasköpun við nýtingu náttúruauðlinda á undanförnum áratugum. Þetta hefur skilað íslensku samfélagi miklum ávinningi og er undirstaða þeirrar auðlegðar sem Ísland býr við í dag. Til að tryggja hagvöxt til framtíðar þarf því einnig að horfa til þess hvernig auka megi fjölbreytni í hagkerfinu, einkum með því að byggja á hugviti og þekkingu. Skapa má ný tækifæri með fjárfestingu í hugverka- og þekkingariðnaði og með aukinni rannsóknar- og þróunarstarfsemi.