Hoppa yfir valmynd
1. september 2017 Utanríkisráðuneytið

Utanríkisþjónusta til framtíðar: Hagsmunagæsla í síbreytilegum heimi

Skýrsla stýrihóps utanríkisráðuneytisins um framtíð utanríkisþjónustunnar. 

Skýrslan beinir sjónum að þeim tækifærum og áskorunum sem utanríkisþjónustan stendur frammi fyrir á næstu árum og gerðar tillögur um hvernig laga megi starfsemi utanríkisþjónustunnar að verkefnum framtíðarinnar. „Með þessari skýrslu og tillögugerð er mörkuð heildstæð sýn á hvernig kröftum okkar verður best varið á næstu árum miðað við þau verkefni og þau tækifæri sem fram undan eru í alþjóðlegum efnahagsmálum, alþjóðastjórnmálum, umhverfismálum, þróunarsamvinnu og þar fram eftir götunum,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. „Aldrei áður hefur verið ráðist í jafn umfangsmikla rýni á starfsemi utanríkisþjónustunnar og þetta verður fyrsta skrefið á langri leið.“

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta