Hoppa yfir valmynd
5. apríl 2019 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Skýrsla starfshóps um raforkuflutning í dreifbýli og þrífösun rafmagns


Í maí 2017 skipaði ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar starfshóp til að greina möguleika og gera tillögur um uppfærslur á raforkuflutningskerfi í dreifbýli með áherslu á þrífösun rafmagns.

Í skýrslu starfshópsins er lagt til að útfært verði átaksverkefni um þrífösun rafmagns til næstu fimm ára. Greint verði í samstarfi við sveitarfélög forgangsröðun framkvæmda sem og samlegðaráhrif með ljósleiðaraframkvæmdum. Markmiðið er að fyrir árið 2024 verði að mestu lokið við mæta forgangskröfum um úrbætur á sviði þrífösunar rafmagns.

Starfshópurinn skoðaði einnig gjaldskrár dreifiveitna í dreifbýli og þéttbýli og tekjumarkasetningu þeirra. Starfshópurinn leggur til að teknar verði til frekari skoðunar hugmyndir um sameiningu gjaldskrár dreifiveitna, með það að markmiði að ná fram betri jöfnun á dreifikostnaði raforku á milli dreifbýlis og þéttbýlis. Slík vinna er nú þegar hafin í samráði við Orkustofnun.

Starfshópurinn vakti athygli á góðu samstarfi ráðuneyta samgöngu- og sveitarstjórnarmála og atvinnuvega- og nýsköpunar, þar sem byggðaáætlun er nýtt til góðra verka til uppbyggingar mikilvægra raforkuinnviða í dreifðum byggðum.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta