Hoppa yfir valmynd
26. nóvember 2019 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Skýrsla starfshóps um kynningarmiðstöðvar listgreina - Miðstöð menningarmála

Undanfarin ár hefur verið kannað hvaða leiðir væru færar til að efla samstarf kynningarmiðstöðva listgreina og annars þess sem undir málaflokkinn heyrir s.s. umsýslu sjóða og menningarkynningar erlendis. Í desember 2018 var ríkisstjórn kynnt skýrslan „Kynningarmiðstöðvar listgreina, sameining eða aukið samstarf“ og í framhaldinu fundaði ráðherra með hagsmunaaðilum 18. desember 2018. Á þeim fundi var ákveðið að stofna nýjan starfshóp sem fegni m.a. það hlutverk að útfæra til hlítar stofnun í stjórnsýslunni sem er tillaga eitt í áðurnefndri skýrslu.

Starfshópurinn hefur greint landslag og fjármuni innan hverrar listgreinar fyrir sig og skilað niðurstöðum um hvernig best sé að efla stjórnsýslu menningarmála með það að markmiði að ná fram markvissum samlegðaráhrifum og einföldun á stuðningskerfi menningar og lista. Starfshópurinn leggur til að stofnuð verði Miðstöð lista sem sameinar allar kynningarmiðstöðvar listgreina. Að auki leggur hópurinn til einföldun á stuðningskerfi menningar og lista með því að sameina alla sjóði í einn deildaskiptan og öflugan samkeppnissjóð, Menningarsjóð Íslands.

Ekki verður farið í að sameina kynningarmiðstöðvar listgreina að þessu sinni en aukin áhersla verður lögð á að einfalda stuðningskerfi menningar og lista að efla listir og skapandi greinar með stefnumörkun þess efnis þvert á stjórnsýslu og atvinnulíf á Íslandi.

Miðstöð menningarmála - skýrsla starfshóps

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta