Skýrsla starfshóps um kynningarmiðstöðvar listgreina - Miðstöð menningarmála
Starfshópurinn hefur greint landslag og fjármuni innan hverrar listgreinar fyrir sig og skilað niðurstöðum um hvernig best sé að efla stjórnsýslu menningarmála með það að markmiði að ná fram markvissum samlegðaráhrifum og einföldun á stuðningskerfi menningar og lista. Starfshópurinn leggur til að stofnuð verði Miðstöð lista sem sameinar allar kynningarmiðstöðvar listgreina. Að auki leggur hópurinn til einföldun á stuðningskerfi menningar og lista með því að sameina alla sjóði í einn deildaskiptan og öflugan samkeppnissjóð, Menningarsjóð Íslands.
Ekki verður farið í að sameina kynningarmiðstöðvar listgreina að þessu sinni en aukin áhersla verður lögð á að einfalda stuðningskerfi menningar og lista að efla listir og skapandi greinar með stefnumörkun þess efnis þvert á stjórnsýslu og atvinnulíf á Íslandi.
Miðstöð menningarmála - skýrsla starfshóps