Mælikvarðar um hagsæld og lífsgæði
Skýrsla nefndar á vegum forsætisráðherra um mælikvarða sem varða hagsæld og lífsgæði. Mælikvarðarnir taka mið af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, þeir byggja á opinberum hagtölum og eru samanburðarhæfir við önnur lönd. Mælikvarðarnir eru í þremur flokkum og þrettán undirflokkum:
- Félagslegir: Heilsa, menntun, félagsauður, öryggi íbúa og jafnvægi milli vinnu og einkalífs.
- Efnahagslegir: Hagkerfi, atvinna, húsnæði og tekjur.
- Umhverfislegir: Loftgæði og loftslag, land, orka og úrgangur og endurvinnsla.