Leiðarvísir um stuðning við móðurmál og virkt fjöltyngi í skóla- og frístundastarfi
Leiðarvísirinn byggir á lögum, stefnum og rannsóknum, en einnig reynslu og hugmyndum frá fagfólki og vettvangi og alþjóðlegum viðmiðum. Í honum er fjallað um mikilvægi þess að styðja við virkt fjöltyngi barna og ungmenna í skóla- og frístundastarfi, byggja upp samstarf við foreldra og efla samskipti við börn í daglegu starfi. Einnig inniheldur leiðarvísirinn ráð, leiðbeiningar og gagnlegar upplýsingar fyrir foreldra, aðstandendur, kennara og annað fagfólk í leik-, grunn- og framhaldsskólum sem og frístundaleiðbeinendur.
Leiðarvísana má einnig nálgast á vef Móðurmáls.
- Leiðarvísir um stuðning við móðurmál og virkt fjöltyngi í skóla- og frístundastarfi.
- Informator o wsparciu nauki języka ojczystego i aktywnej wielojęzyczności w szkołach i na zajęciach pozalekcyjnych.
- Guidelines for the support of mother tongues and active plurilingualism in school and afterschool programs.