Hoppa yfir valmynd
21. janúar 2021 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Samráðsfundur um stöðu mannréttindamála

Rafrænn samráðsfundur verður haldinn miðvikudaginn 27. janúar kl. 14:00 vegna þriðju allsherjarúttektar Sameinuðu þjóðanna á stöðu mannréttindamála hér á landi.

Næsta úttekt á stöðu mannréttindamála á Íslandi fer fram árin 2021 til 2022. Hún felst meðal annars í því að Íslandi ber að skila skýrslu til Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna um stöðu mannréttindamála á Íslandi fyrir 1. október 2021. Mun skýrslan fjalla um þá þróun sem hefur átt sér stað síðan síðasta úttekt fór fram árið 2016 og hvort og hvernig hefur verið brugðist við þeim athugasemdum sem fram komu í kjölfar þeirrar úttektar. Tilgangur fundarins er að kynna verkefnið og bjóða gestum að koma með ábendingar eða tillögur um það sem þeim finnst þurfa að leggja áherslu á í skýrslunni. Stýrihópur Stjórnarráðsins um mannréttindi sér um framkvæmd verkefnisins og skýrsluskrifin. Á vef Stjórnarráðsins má finna upplýsingar um úttektarferlið, skýrslur Íslands um stöðu mannréttindamála hér á landi og niðurstöður Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna vegna fyrri úttekta. Þar má einnig sjá stöðu þeirra tilmæla sem beint hefur verið til Íslands.

 

Mikil áhersla er lögð á samráð við félagasamtök og almenning í ferlinu. Við vonumst því til þess að sem flest ykkar getið mætt á fundinn og tekið þátt í umræðunni með okkur. Á fundinum verður ferlið kynnt stuttlega og síðan verður hægt að koma spurningum og ábendingum á framfæri við stýrihópinn. Eftir fundinn verður hægt að koma frekari athugasemdum á framfæri skriflega á netfangið [email protected].

Athygli er vakin á því að táknmálstúlkur mun túlka á fundinum.

Nánari upplýsingar:

Hlekkur á fundinn: Ýtið hér fyrir fundinn

Fyrri frétt um allsherjarúttekt Sameinuðu þjóðanna

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta