Hoppa yfir valmynd
2. júní 2021 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Upplýsingar um LIFE-styrkjaáætlun ESB aðgengilegar á vef Stjórnarráðsins

Góð aðsókn var að kynningarfundi umhverfis- og auðlindaráðuneytisins um LIFE-styrkjaáætlun ESB í umhverfis- og loftslagsmálum sem fram fór á Nýsköpunarviku í gær, 1. júní.

Upptaka af kynningunni og glærur hafa verið gerðar aðgengilegar á vef Stjórnarráðsins á slóðinni www.stjornarradid.is. Þar má einnig finna ítarlegar upplýsingar um flokka og tegundir styrkja og um umsóknarferli og hvenær búist er við því að styrkirnir verði auglýstir. Þá er ýmis konar kynningarefni um LIFE-áætlunina aðgengilegt á vefsvæðinu auk tengla í upplýsingar á ensku á vef ESB.

LIFE-áætlun Evrópusambandsins er samkeppnissjóður sem fjármagnar verkefni á sviði umhverfis- og loftslagsmála. Með þátttöku Íslands í áætluninni opnast möguleikar fyrir íslenska aðila til að sækja um styrki fyrir verkefni sem stuðla að vernd náttúru, auknum umhverfisgæðum og sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda. Alls eru rúmlega 5,4 milljarðar evra til úthlutunar á tímabilinu 2021 – 2027.

Vefsvæði LIFE á Stjórnarráðsvefnum

Kynning frá nýsköpunarviku

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta