Menningararfurinn - stefna um varðveislu og aðgengi
Minjastofnun Íslands vann tillögu að menningararfsstefnu sem kallast Menningararfurinn - stefna um varðveislu og aðgengi. Tillagan var unnin í samræmi við ákvæði laga um menningarminjar. Stefnan er liður í því að tryggja að menningararfi þjóðarinnar verði skilað óspilltum til komandi kynslóða.
Menningararfsstefnan skiptist í stefnuáherslur annars vegar og skipulagsáherslur hins vegar, sem saman verða leiðarljós í starfsemi menningarstofnana á komandi árum. Við gerð stefnunnar var lögð áhersla á víðtækt samráð.