Menntastefna 2030: Skýrsla OECD um innleiðingu menntastefnu
Á vormánuðum 2020 hófst samstarf mennta- og menningarmálaráðuneytis og Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) í tengslum við mótun og innleiðingu nýrrar menntastefnu. Stofnunin hefur gefið út skýrslu um verkefnið sem byggir á matslíkani sem OECD vinnur með þegar stofnunin liðsinnir í verkefnum sem þessum, greiningu á gögnum um Ísland og viðtölum við fulltrúa íslenskra hagsmunaaðila. Um var að ræða umfangsmikla rýnivinnu sem nýtast mun þegar unnið er að fyrstu aðgerðaáætlun og við innleiðingu nýrrar menntastefnu.