Hoppa yfir valmynd
24. september 2021 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Menningarsókn – aðgerðaáætlun um listir og menningu

Menningarsókn – aðgerðaáætlun um listir og menningu í 18 liðum – hefur verið gefin út, en með henni eru lagðar línur í menningarmálum til ársins 2030. Áætlunin er í samræmi við gildandi menningarstefnu, en frá útgáfu hennar árið 2013 hafa orðið miklar samfélagsbreytingar með margvíslegum áhrifum á lista- og menningarlíf og starfsumhverfi listamanna.

Aðgerðaáætlunin var mótuð í mennta- og menningarmálaráðuneyti á árunum 2018-2021. Hún var unnin í samvinnu við fjölbreyttan hóp fólks úr menningargeiranum og listalífinu, auk þess sem ráðstefnur voru haldnar og fundir með forstöðumönnum menningarstofnana. Þá setti Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, á laggirnar fjölmennan starfshóp forystufólks úr listalífinu til að rýna verkefnið og tillögur sem fram höfðu komið. Aðgerðaáætlunin hefur verið kynnt í ríkisstjórn, sem lýsti yfir stuðningi sínum við hana.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta