Hoppa yfir valmynd
10. júní 2022 Innviðaráðuneytið

Lokaskýrsla starfshóps um smáfarartæki

Í lokaskýrslu starfshóps um smáfarartæki eru kynntar sex tillögur til úrbóta til að auka öryggi notenda smáfarartækja og annarra vegfarenda og styðja við notkun fjölbreyttra umhverfisvænna fararskjóta með öruggum hætti. Lagt er til að skýr mörk verði sett varðandi ölvun ökumanna, aldursmörk ökumanna verði 13 ár og bannað verði að breyta hámarkshraða ökutækja. Þá er lagt til að umferðarfræðsla verði með skýrum hætti hluti aðalnámskrár grunnskóla. Skýrslan verður höfð til hliðsjónar við undirbúning frumvarps til breytinga á umferðarlögum sem lagt verður fram á Alþingi næsta vetur.

Smáfarartækjum, aðallega rafhlaupahjólum, hefur fjölgað ört á síðustu árum. Í skýrslunni segir að þægindi og aukin vitund um umhverfisáhrif umferðar stuðli að þessum vexti en ávinningur samfélagsins felist m.a. í minni umferðartöfum í þéttbýli og minni mengun frá umferð.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta