Hoppa yfir valmynd
24. júní 2022 Innviðaráðuneytið

Innanlandsflugvellir - kostnaðarmat

Verkefnishópur innviðaráðuneytis um kostnaðarmat innanlandsflugvalla hóf störf í mars 2022 og skilaði skýrslu í júní sama ár. Markmið verkefnishópsins var að:

  • Leggja mat á reynsluna af gildandi þjónustusamningi um rekstur flugvalla, annarra en Keflavíkurflugvallar, m.a. til undirbúnings ákvörðunar um framlengingu hans.
  • Leggja mat á rekstrar-, viðhalds-, og uppbyggingarkostnað þjóðfélagslega mikilvægra flugvalla og lendingarstaða hér á landi sem nýtist við ákvörðun fjárveitinga og forgangsröðun á því sviði í ljósi áherslna í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar.

Samfélagslegt markmið verkefnisins er að stuðla að tryggum rekstrargrundvelli flugvalla og lendingarstaða hér á landi sem ekki eru rekstrarlega sjálfbærir, en gegna mikilvægu þjóðfélagslegu hlutverki. Heildarkostnaður við rekstur 12 innanlandsflugvalla skv. samgönguáætlun er um 3,1 ma. kr. á ári.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta