Hoppa yfir valmynd
30. júní 2022 Forsætisráðuneytið

Starfshópur gegn hatursorðræðu tekur til starfa

Starfshópur gegn hatursorðræðu kom í fyrsta skipti saman nú í vikunni en hann var skipaður af forsætisráðherra þann 16. júní sl. til að bregðast við vísbendingum um vaxandi hatursorðræðu í íslensku samfélagi.

Starfshópnum er ætlað að vinna að því að ná fram samhæfðum aðgerðum gegn hatursorðræðu, m.a. vegna kynþáttar, litarháttar, þjóðernisuppruna, kynhneigðar og kynvitundar, með heildstæðri nálgun. Fundurinn var vel sóttur og starfshópurinn einhuga um mikilvægi verkefna sinna.

Til stendur að starfshópurinn hitti fulltrúa hagsmunasamtaka sem og sérfræðinga í málaflokknum í haustbyrjun. Í framhaldinu verða verkefni hópsins afmörkuð nánar og lagðar fram tillögur að aðgerðum.

Starfshópurinn er þannig skipaður:

Aðalmenn:

  • Dagný Jónsdóttir, formaður, skipuð án tilnefningar, forsætisráðuneyti
  • Áshildur Linnet, félags- og vinnumarkaðsráðuneyti
  • Hákon Þorsteinsson, dómsmálaráðuneyti
  • Jón Fannar Kolbeinsson, Jafnréttisstofu
  • Lenya Rún Taha Karim, skipuð án tilnefningar, forsætisráðuneyti
  • Margrét Steinarsdóttir, Mannréttindaskrifstofu Íslands
  • Nichole Leigh Mosty, Fjölmenningarsetri
  • Ólafur Örn Bragason, embætti ríkislögreglustjóra
  • Rán Ingvarsdóttir, skipuð án tilnefningar, forsætisráðuneyti
  • Stefán Snær Stefánsson, mennta- og barnamálaráðuneyti
  • Þórður Kristjánsson, Sambandi íslenskra sveitarfélaga

Varamenn:

  • Anna Lilja Björnsdóttir, Jafnréttisstofu
  • Donata Honkowicz Bukowska, mennta- og barnamálaráðuneyti
  • Eyrún Eyþórsdóttir, embætti ríkislögreglustjóra
  • Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson, Mannréttindaskrifstofu Íslands
  • Kristín Jónsdóttir, dómsmálaráðuneyti
  • Kristín Ólafsdóttir, Sambandi íslenskra sveitarfélaga
  • Linda Dröfn Gunnarsdóttir, Fjölmenningarsetri
  • Stefán Daníel Jónsson, félags- og vinnumarkaðsráðuneyti

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta