Skýrsla starfshóps um fyrirkomulag eftirlits með hollustuháttum og mengunarvörnum og matvælaeftirliti
Viðfangsefni þessarar skýrslu er að gera tillögur um breytt fyrirkomulag eftirlits á grundvelli laga um hollustuhætti og mengunarvarnir og matvælalaga. Yfirstjórn þessara málaflokka er hjá tveimur ráðuneytum, þ.e. umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti og matvælaráðuneyti. Meginábyrgð á framkvæmd og samræmingu eftirlits er sömuleiðis hjá tveimur ríkisstofnunum, Umhverfisstofnun og Matvælastofnun.