Takmarkanir á auglýsingasölu Ríkisútvarpsins og staða lífeyrisskuldbindinga félagsins.
Skýrsla um málefni Ríkisútvarpsins
Í júní 2023 skipaði menningar- og viðskiptaráðherra starfshóp sem fékk það hlutverk að fjalla um málefni Ríkisútvarpsins (RÚV). Markmið með skipan hópsins var tvíþætt:
• Að skoða mögulegar leiðir og tillögur til að breyta eðli og umfangi auglýsingadeildar RÚV til að minnka umsvif ríkisfjölmiðilsins á auglýsingamarkaði.
• Að skoða möguleika á að létta lífeyrisskuldbindingum RÚV við Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins (LSR).
Hópinn skipuðu Karl Garðarsson (formaður), Óttar Guðjónsson, fulltrúi fjármála- og efnahagsráðuneytis, og Steindór Dan Jensen fulltrúi menningar- og viðskiptaráðuneytis. Starfshópurinn hefur lokið störfum og skilað skýrslu þar sem gerð er grein fyrir niðurstöðum og tillögum meirihluta hópsins, sem Karl Garðarsson og Óttar Guðjónsson skipuðu. Steindór Dan Jensen skilaði minnihlutaáliti.