Hoppa yfir valmynd
1. desember 2023 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Takmarkanir á auglýsingasölu Ríkisútvarpsins og staða lífeyrisskuldbindinga félagsins.

Skýrsla um málefni Ríkisútvarpsins


Í júní 2023 skipaði menningar- og viðskiptaráðherra starfshóp sem fékk það hlutverk að fjalla um málefni Ríkisútvarpsins (RÚV). Markmið með skipan hópsins var tvíþætt:

• Að skoða mögulegar leiðir og tillögur til að breyta eðli og umfangi auglýsingadeildar RÚV til að minnka umsvif ríkisfjölmiðilsins á auglýsingamarkaði.

• Að skoða möguleika á að létta lífeyrisskuldbindingum RÚV við Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins (LSR).

Hópinn skipuðu Karl Garðarsson (formaður), Óttar Guðjónsson, fulltrúi fjármála- og efnahagsráðuneytis, og Steindór Dan Jensen fulltrúi menningar- og viðskiptaráðuneytis. Starfshópurinn hefur lokið störfum og skilað skýrslu þar sem gerð er grein fyrir niðurstöðum og tillögum meirihluta hópsins, sem Karl Garðarsson og Óttar Guðjónsson skipuðu. Steindór Dan Jensen skilaði minnihlutaáliti.

 

 

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum