Hoppa yfir valmynd
5. júlí 2024 Dómsmálaráðuneytið

Fimm umsækjendur um setningu í embætti dómara við Landsrétt

Þann 14. júní 2024 auglýsti dómsmálaráðuneytið laust til setningar embætti dómara við Landsrétt vegna leyfis skipaðs landsréttardómara. Sett verður í embættið frá og með 1. september 2024 og miðað er við að setningin vari til 28. febrúar 2029.

Umsóknarfrestur rann út þann 1. júlí síðastliðinn og eru umsækjendur eftirtaldir:
• Arnaldur Hjartarson héraðsdómari,
• Daði Kristjánsson héraðsdómari,
• Eiríkur Elís Þorláksson dósent,
• Eyvindur G. Gunnarsson prófessor,
• Hlynur Jónsson héraðsdómari.

Umsóknir hafa verið afhentar dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara til meðferðar.


Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta