Hoppa yfir valmynd
5. júlí 2024 Dómsmálaráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið, Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Mælaborð birt vegna aðgerðaáætlunar um meðferð kynferðisbrota

Vinna við aðgerðaáætlun til ársins 2025 um meðferð kynferðisbrota í réttarkerfinu heldur áfram af fullum krafti. Á vef Stjórnarráðsins hefur verið birt mælaborð um eftirfylgni þar sem hægt er að kynna sér stöðu einstakra atriða í aðgerðaáætluninni.

https://www.stjornarradid.is/verkefni/almannaoryggi/adgerdir-gegn-brotastarfsemi/adgerdir-gegn-ofbeldi/adgerdaaaetlun-um-medferd-kynferdisbrota/

Vorið 2022 skipaði dómsmálaráðherra starfshóp sem var falið það hlutverk að endurnýja aðgerðaáætlun um meðferð kynferðisbrota fram til ársins 2025. Með aðgerðaáætluninni var stefnan sett á að vinna áfram markvisst að úrbótum við meðferð kynferðisbrota í réttarkerfinu auk þess að stuðla að bættri upplifun og betri þjónustu við þá sem í hlut eiga. Á meðal verkefna er stytting málsmeðferðartíma, mótun og kynning á verklagi og gátlistum vegna rannsóknar brota, trygging á viðeigandi heilbrigðisþjónustu fyrir þolendur, bætta upplifun málsaðila með virkari samskiptum og bætta aðstöðu í dómshúsi.

Aðgerðaáætlunin undirstrikar jafnframt mikilvægi þessa málaflokks í huga stjórnvalda.
Verkefnin í áætluninni eru fjölbreytt og mörg og eru á ábyrgð dómsmálaráðuneytis, félags- og vinnumarkaðsráðuneyti, heilbrigðisráðuneytis, ríkissaksóknara, Dómstólasýslunnar, Fangelsismálastofnunar, héraðssaksóknara, ríkislögreglustjóra og annarra lögregluembætta, sem og Lögmannafélagsins.

Aðgerðaráætlun um meðferð kynferðisbrota 2023-2025 (PDF skjal)
Mælaborð aðgerðaáætlunar um meðferð kynferðisbrota (Vefsvæði)

 


Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta