Hoppa yfir valmynd
8. júlí 2024

Sveigjanleg nýting fjármuna í grunnskólastarfi – Samtal við sveitarfélög 2023

Mennta- og barnamálaráðuneytið ákvað í byrjun árs 2023 að efna til fundaraðar um land allt um ráðstöfun fjármagns til grunnskóla. Fjármagninu er ætlað að styðja betur við starfshætti í grunnskólum og stuðla að inngildandi menntun (menntun fyrir alla). Alls var haldinn 21 fundur um land allt með skólafólki og stjórnvöldum í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga, Byggðastofnun, Skólastjórafélag Íslands og Grunn, félag stjórnenda á skólaskrifstofum.

Reynslumiklir skólamenn, Ragnar Þorsteinsson og Þórður Kristjánsson, voru ráðnir til að leiða verkefnið í breiðu samstarfi við helstu hagsmunaaðila. Í skýrslu þeirra til ráðuneytisins og kynningu fyrir samstarfs- og hagsmunaaðilum voru helstu niðurstöður fundaraðarinnar teknar saman og lagðar fram tillögur til úrbóta á grundvelli þeirra.

Reglur um fjárframlög til grunnskóla á Íslandi hafa lengi vel miðast við að mæta sérstaklega þörfum nemenda, sem hafa fengið greiningu og eru með fötlun og/eða sérþarfir í námi, en fjármunir í minna mæli nýttir á sveigjanlegan hátt til stuðnings öllum nemendum í tilteknu skólasamfélagi. Í skýrslunni eru dregin fram áhersluatriði til að auka fagmennsku og stuðla að öflugra skólastarfi fyrir ríki, sveitarfélög og helstu hagsmunaaðila til að taka til skoðunar.

Verkefnið er liður í fyrsta áfanga innleiðingar menntastefnu stjórnvalda til ársins 2030.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta