Greinargerð um árangurstengda fjármögnun háskóla
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið hefur birt greinargerð um nýja árangurstengda fjármögnun háskóla, sem tók gildi sumarið 2024. Um er að ræða stærstu breytingu á háskólaumhverfinu í áratugi sem fela í sér margvíslega hvata fyrir háskóla; til að auka gæði náms, styðja nemendur í gegnum skólagöngu, sækja fram í rannsóknum og afla alþjóðlegra styrkja svo fátt eitt sé nefnt.
- Greinargerð um árangurstengda fjármögnun háskóla (uppfærð í desember 2024)
- Exposition on Performance-based University Funding (ensk þýðing á greinargerð)