Almenningssamgöngur milli höfuðborgarsvæðisins og Keflavíkurflugvallar
Starfshópur um almenningssamgöngur milli höfuðborgarsvæðisins og Keflavíkurflugvallar kynnti í dag skýrslu með tillögum að fimmtán aðgerðum til að efla almenningssamgöngur á þessari leið fyrir árið 2030 á grunni framtíðarsýnar um almenningssamgöngur til ársins 2040. Meðal aðgerða er að bæta þjónustu núverandi strætóleiða, efla aðgengi ólíkra hópa að almenningssamgöngum, undirbúa framtíðaraðstöðu fyrir almenningssamgöngur á Keflavíkurflugvelli og undirbúa orkuskipti.