Hoppa yfir valmynd
4. október 2024 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Framlag menningar og skapandi greina til verðmætasköpunar á Íslandi

Framlag menningar og skapandi greina til verðmætasköpunar á Íslandi - skýrsla unnin fyrir Menningar- og viðskiptaráðuneytið af Ágústi Ólafi Ágústssyni hagfræðingi.

Meðal meginniðurstaðna skýrslunnar er eftirfarandi:

Beint framlag menningar og skapandi greina nam 3,5% af landsframleiðslu, eða um 150 milljörðum kr., árið 2022, sem er litlu minna en framlag fiskveiða og fiskeldis.


Opinber fjárfesting einnar krónu í menningu og skapandi greinum verður að þremur krónum í hagkerfinu og sé óbein hlutdeild menningar og skapandi greina tekin með nemur hlutfall af landsframleiðslu um 4,5% sem er um 190 milljarðar kr.


Áætlaðar skatttekjur hins opinbera vegna skatta á laun og neyslu vinnuafls í menningu og skapandi greinum ásamt tekjum vegna áhrifa þessara greina á ferðamannafjölda er a.m.k. 40 milljarðar kr.


Skatttekjur ríkisins af menningu og skapandi greinum eru 17 milljörðum kr. hærri heldur en það sem ríkið lætur nú renna til menningarmála og fjölmiðlunar, fyrir utan endurgreiðslur.


Séu hins vegar endurgreiðslur ríkisins vegna rannsóknar og þróunar ásamt endurgreiðslum vegna kvikmynda teknar með eru umræddar skatttekjur næstum jafnháar og útgjöld ríkisins sem renna til menningar og skapandi greina.


Í skýrslunni eru lagðar fram 40 tillögur sem ætlað er að styrkja stöðu menningar og skapandi greina sem undirstöðuatvinnugreinar hér á landi. Þær skiptast í nokkra flokka;

- Skýr markmiðasetning
- Aukinn stuðningur
- Bætt fræðsla og vernd hugverka
- Atvinnulíf og kjaramál
- Stjórnsýsla
- Bætt tölfræði

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta