Skýrsla um fýsileika jarðganga milli lands og Vestmannaeyja
Skýrsla starfshóps um könnun á fýsileika jarðganga milli lands og Vestmannaeyja var kynnt á opnum kynningarfundi í innviðaráðuneytinu 29. október.
Það er niðurstaða starfshópsins að vinna þurfi þrepaskipta rannsókn á jarðlögum og hafsbotni á fyrirhugaðri gangaleið áður en unnt er að leggja fram nýtt mat á stofnkostnaði og fýsileika jarðganga.
Sýnt þykir að ávinningur af framkvæmdinni er mikill, ekki síst vegna mikils tímasparnaðar vegfarenda og aukinnar umferðar ferðamanna. Veggjöld geta staðið undir kostnaði við mannvirkið í heild eða að hluta.
- Skýrsla starfshópsins (pdf)
- Glærur á kynningarfundi starfshópsins (pdf)
- Frétt um skýrslu starfshópsins (29. okt. 2024)
- Upptaka af kynningarfundi um skýrslu starfshópsins (29. okt. 2024)