Hoppa yfir valmynd
7. nóvember 2024 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

700 færri innfluttar olíutunnur á dag, vegna aðgerða í orkuskiptum

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, ávarpar gesti á Umhverfisþingi. - myndEyþór Árnason

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, setti Umhverfisþing í Hörpu í vikunni, en þetta var í 13. sinn sem þingið er haldið. Ráðherra sagði græn orkuskipti undirstöðu þess að árangur náist í loftslagsmálum. Hann vakti einnig máls á mikilvægi þess að Íslendingar haldi áfram áð sýna sömu framsýni  og forfeður þeirra gerðu við innleiðingu hitaveitunnar.“ Menn verða að hætta þessari grænokurafneitun,” sagði Guðlaugur Þór. “Það er ekki hægt að ná árangri loftslagsmálum, nema menn taki út jarðefnaeldsneyti og setji grænorku í staðinn.“

Olíunotkun innanlands, hafi mest áhrif varðandi losun sem sé á beinni ábyrgð stjórnvalda. Henni megi skipta í þrennt:

  • Vegasamgöngur nota um 300 þúsund tonn af olíu
  • Skip nota um 150 þúsund tonn af olíu
  • Önnur olíunotkun, en þar undir séu um 50 þúsund tonn af olíu

Samtals séu þetta um 500 þúsund tonn af olíu.

„Þetta er verkefnið,“ sagði Guðlaugur Þór og fór yfir þróun mála frá árinu 2005 sem er viðmiðunarárið í Parísarsamningnum. „Annað hefur farið úr 130 þúsund tonnum niður í 50 þúsund tonn, sem er um 62% samdráttur. Það er árangur! Olíunotkun skipa hefur sömuleiðis minnkað. Úr ca 240 þúsund tonnum olíu í 150 þúsund tonn, sem er 38% samdráttur. Það er líka árangur! Notkun olíu í vegasamgöngum hefur á sama tíma aukist úr 250 þúsund tonnum í 300 þúsund tonn, sem nemur 20% aukningu og það er ekki nógu gott.“

Þegar rýnt sé nánar í stöðuna, sjáist hins vegar að umtalsverður árangur hafi náðst því bílum hafi á þessum sama tíma fjölgað um 100 þúsund. „Orkuskipti og bætt nýtni hafa minnkað olíunotkun ökutækja um 40% prósent og það er raunverulegur árangur sem falinn er í fjölgun bifreiða.

Orkuskiptin hafa skilað árangri og án þeirra værum við að flytja inn 700 fleiri olíutunnur á dag.  Það  eru 40 milljón olíulítrar á ári sem ekki eru brenndir hér á landi vegna aðgerða í orkuskiptum og við erum rétt að byrja.“

 

Hægt er að horfa á upptöku af frá þinginu hér.

Dr. Mikael Allan Mikaelssonar, sérfræðingur á sviði loftslagsstefnumótunar hjá Stockholm Environment Institute, var aðalgestur þingsins og flutti erindið Áhrif loftslagsbreytinga og afleiðingar fyrir viðskiptalíf. Mikael Allan er einn af helstu höfundum Evrópska loftslagsáhættumatsins sem gefið var út af Umhverfisstofnun Evrópu (European Environment Agency) fyrr á árinu. Mikael hefur unnið markvisst við greiningar á kerfisbundnum áhrifum loftslagsbreytinga (t.d. þvert á landamæri) og stefnumótun á sviði loftslagsaðlögunar til að sporna við þeim, og hefur hann t.a.m. starfað við greiningar og ráðgjöf um afleiðinga loftslagsbreytinga á aðfangakeðjur og viðskiptalíf fyrir Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, UN Global Compact World Economic Forum.

 

Mikael Allan Mikaelsson flutti erindi um áhrif loftslagsbreytinga og afleiðingar fyrir viðskiptalíf.

Í erindi sínu á Umhverfisþingi benti Mikael Allan á matvælaöryggi og lyfjaskort sem mögulega áhættu sem Ísland líkt og aðrar þjóðir geti staðið frammi fyrir í kjölfar loftslagsbreytinga. Einungis um 27%  birgðakeðjustjóra hafa látið vinna áhættumat fyrir sín fyrirtæki vegna loftslagsbreytinga. Þá hefur aðeins eitt af hverjum fimm fyrirtækjum á heimsvísu látið útbúa aðlögunaráætlun og þar af vanmetur um helmingur þeirra áætlana áhrif loftslagsbreytinga. 

Sagði Mikael Allan stjórnvöld og stefnumótun leika lykilhlutverk eigi að takast að sigrast á þeim hindrunum.

Hildigunnur H. H. Thorsteinsson kynnti til sögunar Loftslagsatlas sem er í vinnslu hjá Veðurstofu Íslands.

Á málstofunni fluttu einnig erindi þær Hildigunnur H. H. Thorsteinsson, forstjóri Veðurstofu Íslands, sem kynnti Loftslagsatlas sem nú er í smíðum hjá Veðurstofunni og Elín Björk Jónasdóttir, sérfræðingur í loftslagsteymi umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins, sem fjallaði um stjórnsýslu loftslagsmála, uppfærslu aðgerðaáætlunar og gerð aðlögunaráætlunar stjórnvalda.  Líflegar pallborðsumræður voru í lok málsstofunnar og barst fjölda fyrirspurna úr sal, en auk Mikaels Allan, tóku þar þátt þau Sveinn Margeirsson framkvæmdastjóri nýsköpunar og loftslagsmála hjá Brim og Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs hjá Samtökum iðnaðarins.

Elín Björk Jónasdóttir fjallaði um stjórnsýslu loftslagsmála, uppfærslu aðgerðaáætlunar og gerð aðlögunaráætlunar stjórnvalda. 

Fjörugar umræður sköpuðust í pallborði. Frá vinstri Svein Margeirsson, Sigríður Mogensen, Mikael Allan Mikaelsson og Unnur Brá Konráðsdóttir.

Fjörugar umræður sköpuðust í pallborði. Frá vinstri Svein Margeirsson, Sigríður Mogensen, Mikael Allan Mikaelsson og Unnur Brá Konráðsdóttir.

Fjölbreyttur hópur gesta fylgdist með XIII. Umhverfisþinginu, sem var haldið í Hörpu 5. nóvember.

Fjölbreyttur hópur gesta fylgdist með XIII. Umhverfisþinginu, sem var haldið í Hörpu 5. nóvember.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta