Hoppa yfir valmynd
12. nóvember 2024 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Hvað á að gera við allan þennan textíl? ​

Frá vinstri: Elsa Vestmann Kjartansdóttir, starfsmaður í fatasöfnun Rauða krossins, Þorbjörg Sandra Bakke, teymisstjóri í teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun, og Arna Harðardóttir, sviðsstjóri fjármálasviðs Rauða krossins. - myndUmhverfisstofnun

Umhverfis-, orku og loftlagsráðuneytið, Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, SORPA, Hringrásarklasinn og Umhverfisstofnun stóðu í sameiningu að viðburðinum: Hvað eigum við að gera við allan þennan textíl?  

Frá árinu 2000 hefur framleiðsla á fötum nær tvöfaldast á sama tíma og þau enda sífellt hraðar í ruslinu. Textíliðnaðurinn er einn sá umfangsmesti í heimi og honum fylgir gríðarleg efnanotkun, ferskvatnsmengun og losun gróðurhúsalofttegunda. Á viðburðinum var kallað eftir nýjum lausnum varðandi ráðstöfun á textílúrgangi og hvernig megi draga úr umhverfisáhrifum af textíliðnaðinum. Hringrásarklasanum hefur verið falið að fylgja verkefninu eftir og getur hugmyndaríkt fólk sett sig í samband við klasann.

Þá hefur Sorpa sett af stað 12 mánaða tilraunaverkefni til að koma upp flokkunarlager til að reyna að auka endurnot á textíl. Markmið með verkefninu er að leita fjölbreytta leiða til að draga úr förgun textíls og flutningi hans úr landi. Verkefnið er styrkt af Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu.

Rauði Krossinn

Við sama tilefni hlaut Rauði krossinn viðurkenningu fyrir vel unnin störf, en undanfarin ár hefur Rauði krossinn rekið umfangsmestu fatasöfnun á Íslandi ásamt samstarfaðilum. Fatasöfnun Rauða krossins hefur verið mikilvægur hlekkur í endurnýtingu á textíl á Íslandi og hefur átt stóran þátt í að vekja almenning til vitundar um textílsóun og hvatt til endurnýtingar og endurvinnslu á fatnaði.

Þá hefur fatasöfnun Rauða krossins einnig unnið með íslenskum listamönnum og hönnuðum sem hafa nýtt notaðan textíl sem hráefni. Þar má meðal annars nefna verkefnið Misbrigði sem er samstarfsverkefni fatasöfnunar Rauða krossins og Listaháskóla Íslands þar sem rannsakaðar eru leiðir til að skapa nýjan fatnað úr ósöluhæfum flíkum með þekkingu og aðferðafræði hönnunar að leiðarljósi en verkefnið er 10 ára í ár.

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra: „Endurnýting textíls er mikilvægur liður í innleiðingu hringrásarhagkerfis á Íslandi. Þörf er á nýjum lausnum fyrir  textílúrgangi og þar getur aðkoma Hringrásarklasans, sem við komum á fót í fyrra og sem hefur verið falið að fylgja verkefninu eftir, reynst góð stoð fyrir áhugaverðar lausnir.“

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta