Hoppa yfir valmynd
15. nóvember 2024 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Mál með vexti - aðgerðir og verkefni í þágu íslenskrar tungu.

Mál með vexti: Hvað ætlar þú að gera fyrir framtíð íslenskunnar?

„Það er ýmislegt að frétta af íslenskri tungu enda höfum við lagt ríka áherslu á tungumálið á undanförnum árum. Um hana er rætt á þingpöllum, á málþingum, í viðtölum, á samfélagsmiðlum, í heitu pottunum og í skólastofum af öllum stærðum og gerðum um land allt. Það er frábært!“ Á þessum orðum hefst greinargerðin, Mál með vexti - aðgerðir og verkefni í þágu íslenskrar tungu.

Í greinagerðinni er fjallað um forgangsmál, verkefni og aðgerðir sem tengjast íslenskunni. Grunnurinn að greinargerðinni er þingsályktun um aðgerðaáætlun í málefnum íslenskrar tungu fyrir árin 2024–2026 sem menningar- og viðskiptaráðherra lagði fram og var samþykkt á Alþingi í sumar. Að baki þingsályktunartillögunni stóðu fjögur ráðuneyti sem helst koma að málefnum íslenskunnar, menningar- og viðskiptaráðuneyti, mennta- og barnamálaráðuneyti, félags- og vinnumarkaðsráðuneyti og háskóla- iðnaðar- og vísindaráðuneyti, auk forsætisráðuneytisins. Ráðherra þessara fimm ráðuneyta mynduðu ráðherranefnd um íslenska tungu, sem sett var á stofn í nóvember 2022, og stendur að baki verkefninu. Í þingsályktuninni eru 22 aðgerðir sem eru á ábyrgð og forræði áðurnefndra ráðuneyta.

Fjallað er um mikilvægi stuðnings við íslenska tungu í stjórnarsáttmála. Þar er lögð áhersla á að börn og ungmenni nýti tungumálið og stuðning við börn af erlendum uppruna og fjölskyldur þeirra. Íslenskan sé dýrmæt auðlind sem eigi að vera skapandi og frjór hluti af umhverfinu. Tekið er sérstaklega fram að huga þurfi að íslenskukennslu barna og ungmenna, fullorðinna innflytjenda og íslenskunema til að mæta breyttum aðstæðum í samfélaginu. Þá á áfram að vinna að því að styrkja stöðu íslenskunnar í stafrænum heimi með áherslu á máltækni.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta