Hoppa yfir valmynd
18. nóvember 2024 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Kynning á skýrslu um viðskipti með kolefniseiningar

Starfshópur, sem Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, skipaði á síðasta ári til að kortleggja stöðu og tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar hér á land hefur skilað tillögum sínum til ráðherra, og verða þær kynntar þriðjudaginn 19. nóvember kl. 10.40, en hægt er að fylgjast með kynningunni í streymi á vef Stjórnarráðsins.

Var starfshópnum falið að skoða hlutverk kolefnismarkaða í íslensku samhengi og leggja mat á helstu áskoranir og tækifæri sem og mögulegan ávinning af verkefnum sem framleitt geta slíkar einingar, auk þess að leggja mat á eftirfarandi:

  • Kolefnismarkaði á grundvelli 6. gr. Parísarsamningsins
  • Valkvæðan kolefnismarkað – þátttöku íslenskra fyrirtækja, framleiðslu, vottun o.fl.
  • Kolefnismarkað og skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum
  • Verkefni á sviði föngunar og förgunar kolefnis og tengingu við alþjóðlega kolefnismarkaði

Starfshópinn skipuðu þau:

Jónas Friðrik Jónsson, formaður,

Helga Barðadóttir, sérfræðingur í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu,

Rafn Helgason, sérfræðingur í matvælaráðuneytinu

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta