Hoppa yfir valmynd
6. desember 2024 Dómsmálaráðuneytið

Fjórir umsækjendur um embætti héraðsdómara

Hinn 15. nóvember 2024 auglýsti dómsmálaráðuneytið í Lögbirtingablaði laus til umsóknar tvö embætti héraðsdómara. Annars vegar er um að ræða embætti dómara með fyrsta starfsvettvang við Héraðsdóm Reykjaness sem skipað verður í frá og með 13. mars 2025. Hins vegar er um að ræða setningu dómara með fyrsta starfsvettvang við Héraðsdóm Reykjavíkur. Sett verður í það embætti frá og með 1. janúar 2025, eða hið fyrsta eftir að dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara skilar ráðherra umsögn sinni, til og með 31. desember 2025.

Umsóknarfrestur rann út þann 2. desember síðastliðinn og eru umsækjendur eftirtalin:

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir lögmaður (bæði embættin),
Brynjar Níelsson lögmaður (eingöngu um setningu),
Jónas Þór Guðmundsson lögmaður (eingöngu um skipun),
Sindri M. Stephensen dósent og settur héraðsdómari (bæði embættin).

Umsóknir verða afhentar dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara til meðferðar á næstunni.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta