Formennska Íslands í Evrópuráðinu og leiðtogafundur ráðsins
Ísland tók við formennsku í Evrópuráðinu á víðsjárverðum tímum í Evrópu, aðeins um níu mánuðum eftir allsherjarinnrás Rússlands í Úkraínu og brottvísun Rússlands úr Evrópuráðinu. Formennskan hófst í nóvember 2022 og lauk með leiðtogafundi í Reykjavík í maí 2023.
Markmið þessarar skýrslu er að gefa greinargóða mynd af formennsku Íslands í Evrópuráðinu, undirbúningi, lykiláföngum og árangri. Sérstaklega er horft til þess að gera grein fyrir því gríðarstóra verkefni sem skipulagning fjórða leiðtogafundar Evrópuráðsins á Íslandi var.