Hoppa yfir valmynd
19. mars 2025 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Geymslu koldíoxíðs í jörðu markaður skýrari rammi

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur undirritað breytingar á reglugerð nr. 797/1999 um varnir gegn mengun grunnvatns og reglugerð nr. 1430/2022 um geymslu koldíoxíðs í jörðu.

Með breytingunum er ætlunin að skerpa á því í regluverki um varnir gegn mengun grunnvatns að geymsla koldíoxíðs í jörðu þurfi að vera í samræmi við reglur um vernd grunnvatns auk þess sem hún megi ekki raska ástandi grunnvatns og skuli samræmast umhverfismarkmiðum laga um stjórn vatnamála.

Föngun og binding kolefnis í jarðlög er á meðal þeirra aðgerða sem brýnt er að ráðast í til að vinna gegn loftslagsbreytingum. Þetta hefur ítrekað verið viðurkennt af alþjóðlega vísindasamfélaginu, meðal annars af milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál. Mikilvæg skref hafa verið stigin af íslenskum frumkvöðlum í þessum efnum og brýnt að starfsemin hvíli á skýrum reglum til framtíðar,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.

Breytingin felur í sér innleiðingu tilskipunar Evrópuþingsins og -ráðsins (ESB) 2000/60 frá 23. október 2000 um aðgerðarramma Bandalagsins um stefnu í vatnsmálum, vatnatilskipunarinnar, eins og henni var breytt með 32. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/31/EB frá 23. apríl 2009 um geymslu koltvísýrings í jörðu (CCS) og um breytingu á tilskipun ráðsins 85/337/EBE, tilskipunum Evrópuþingsins og ráðsins 2000/60/EB, 2001/80/EB, 2004/35/EB, 2006/12/EB, 2008/1/EB og reglugerð (EB) nr. 1013/2006.

CCS tilskipunin, sem kveður á um geymslu koldíoxíðs í jörðu, var innleidd hér á landi með VI. kafla A  laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir (sbr. breytingalög nr. 12/2021 og 67/2022). Í kaflanum er mælt fyrir um starfsleyfisskyldu starfseminnar og henni markaður skýr rammi í lögunum. Með henni var undirlið bætt við j-lið 3. mgr. 11. gr. vatnatilskipunarinnar sem heimilar aðildarríkjum að víkja frá meginreglu vatnatilskipunarinnar um bann við beinni losun mengunarvalda í grunnvatn og heimila niðurdælingu koldíoxíðs til geymslu í jörðu í jarðmyndunum sem af náttúrulegum ástæðum koma aldrei til með að henta til annarra nota.

Reglugerð um breytingu á ýmsum reglugerðum vegna geymslu koldíoxíðs í jörðu



Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta