Hoppa yfir valmynd
21. mars 2025 Dómsmálaráðuneytið

Jafnréttis- og mannréttindaskrifstofa flyst til dómsmálaráðuneytis

Starfsfólk skrifstofu jafnréttis- og mannréttindamála ásamt dómsmálaráðherra, frá vinstri:  Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Rán Ingvarsdóttir, Sunna Diðriksdóttir og Elísabet Gísladóttir. - myndJB

Málefni jafnréttis- og mannréttindamála hafa nú verið flutt til dómsmálaráðuneytisins frá félagsmálaráðuneytinu. Flutningurinn kemur í kjölfar forsetaúrskurðar um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands, sem tók gildi 15. mars síðastliðinn.

„Ég sóttist sérstaklega eftir því að að fá jafnréttis- og mannréttindamálin til dómsmálaráðuneytisins. Ísland er fremst meðal þjóða þegar kemur að jafnréttismálum. Hins vegar er ofbeldi gegn konum svartur blettur á samfélagi okkar og ég hyggst taka á því með ýmsum aðgerðum, svo sem endurskoðun á lögum og framkvæmd um nálgunarbanni. Með samvinnu jafnréttisskrifstofunnar og þeirrar miklu þekkingar sem fyrir er í dómsmálaráðuneytinu hef ég fulla trú á að við getum náð góðum árangri,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra og ráðherra jafnréttis- og mannréttindamála. „Það er kominn tími til að dómsmálaráðherra setji jafnréttismál í forgang.“

Starfsfólk skrifstofu jafnréttis- og mannréttindamál hefur nú flutt sig yfir til dómsmálaráðuneytisins, en Steinunn Valdís Óskarsdóttir skrifstofustjóri heldur áfram að leiða skrifstofuna.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta