Hoppa yfir valmynd
11. apríl 2025 Dómsmálaráðuneytið

Dómsmálaráðherra býður til Jafnréttisþings 2025

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra og ráðherra jafnréttismála býður til Jafnréttisþings 2025 sem haldið verður í Hörpu, 22. maí næstkomandi. Þingið ber yfirskriftina Mansal; íslenskur veruleiki – áskoranir og leiðir í baráttunni.

Fyrirlesarar á Jafnréttisþingi koma erlendis frá en Carolina Barrio Peña mun fjalla um mansal, þróun þess sem hugtaks, núverandi stöðu og helstu aðferðir sem reynst hafa árangursríkar í baráttunni gegn því. Carolina er saksóknari og sérfræðingur hjá Refsivörslusamvinnustofnun Evrópusambandsins (e. Eurojust) þar sem hún er situr meðal annars í mansalsteymi.

Þá mun Janna Davidson, talsmaður sænskra stjórnvalda í málefnum mansals og sérfræðingur í aðgerðaþróun hjá sænsku lögreglunni, greina frá reynslu sinni af notkun hins svokallaða norræna líkans í baráttunni gegn kynferðislegri misnotkun og bera saman aðferðir og árangur milli Norðurlandanna.

Að erindum loknum verða pallborðsumræður með fulltrúum helstu sérfræðinga á Íslandi sem komið hafa að málefnum er snerta mansal og þolendur þess.

Dagskránni lýkur á að dómsmálaráðherra veitir sérstaka jafnréttisviðurkenningu.

Öll eru velkomin á Jafnréttisþingið en þátttakendur eru beðnir að skrá sig á skráningarsíðu fundarins.

Aðgengi fyrir hjólastóla er gott og táknmálstúlkun stendur til boða sé þess óskað fyrir 12. maí.


Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta