Hoppa yfir valmynd
14. október 2015 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Drög aðlagafrumvarpi um eflingu netöryggissveitar til umsagnar

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að lagafrumvarpi um breytingar á lögum um almannavarnir sem fela meðal annars í sér að efla netöryggissveit sem hefur heyrt undir Póst- og fjarskiptastofnun og að hún verði flutt til ríkislögreglustjóra. Unnt er að senda ráðuneytinu umsögn um frumvarpsdrögin til og með 21. október næstkomandi. Skulu þau send á netfangið [email protected]

Netöryggissveit hóf formlega starfsemi sína árið 2013 og hefur haft aðsetur hjá Póst- og fjarskiptastofnun en upphaf sveitarinnar má rekja allt til ársins 2011. Markmiðið með starfsemi netöryggissveitarinnar er að fyrirbyggja og draga úr hættu á netárásum og öðrum öryggisatvikum í mikilvægum samfélagslegum innviðum og sporna við og lágmarka tjón af þeim sökum. Með mikilvægum samfélagslegum innviðum er til dæmis átt við mannvirki, kerfi eða hluta þess sem sé þannig háttað að eyðing þeirra, skemmdir eða skert starfsemi myndi stefna í hættu nauðsynlegri samfélagslegri starfsemi, heilbrigði, öryggi, umhverfi, efnahagslegri eða félagslegri velferð borgaranna. Þá greinir sveitin og metur öryggisatvik, leiðbeinir og/eða leiðir viðbrögð við öryggisatvikum og er samhæfingaraðili þegar um stærri atvik er að ræða. Sveitin er jafnframt tengiliður íslenskra stjórnvalda í alþjóðlegu samstarfi CERT-netöryggissveita um viðbrögð og varnir vegna net- og upplýsingaöryggis.

Fyrr á árinu kynnti innanríkisráðherra stefnu um net- og upplýsingaöryggi sem byggð var á víðtæku samráði við hagsmunaaðila. Á fundum og í skriflegum umsögnum vegna þróunar stefnunnar kom skýrt fram það mat aðila að efla þyrfti netöryggissveitina og getu hennar til samstarfs við rekstraraðila mikilvægra innviða samfélagsins. Við undirbúning þess frumvarps sem hér er kynnt var einnig haft samráð við ýmsa þessara rekstraraðila en frumvarpið var unnið í samvinnu innanríkisráðuneytisins, Póst- og fjarskiptastofnunar og embættis ríkislögreglustjóra. Jafnframt var tekið mið af umsögnum sem bárust þegar frumvarp um flutning netöryggissveitar til ríkislögreglustjóra var áður kynnt á vef ráðuneytisins.

Samkvæmt frumvarpinu verður netöryggissveitin efld, m.a. með eftirfarandi hætti:

  1. Sveitin verður færð frá Póst- og fjarskiptastofnun til embættis ríkislögreglustjóra og starfsfmönnum fjölgað.
  2. Sveitin geti brugðist við atvikum allan sólarhringinn alla daga ársins og t.d. nýtt skipulag almannavarnakerfisins ef þörf er á.
  3. Starfsvið netöryggissveitar verði víkkað þannig að það nái ekki einungis til fjarskiptafyrirtækja eins og nú er heldur einnig til annarra rekstraraðila mikilvægra innviða samfélagsins svo sem fjármálafyrirtækja, orku- og veitufyrirtækja, flugumferðar- og flugleiðsögufyrirtækja, auk stjórnkerfisins sjálfs.
  4. Jafnframt verði samstarf sveitarinnar við þessa rekstraraðila mikilvægra innviða samfélagsins aukið meðal annars með skipun sérstaks samráðshóps netöryggissveitar sem verður vettvangur tækilegs samráðs og upplýsingaskipta á sviði netöryggis.

Til þess að mæta kostnaði ríkissjóðs af starfsemi netöryggissveitar ríkislögreglustjóra með hliðsjón af auknu hlutverki sveitarinnar og nauðsynlegum tækjabúnaði er gert ráð fyrir að lagt verði sérstakt netöryggisgjald á tiltekna rekstraraðila mikilvægra samfélagslegra innviða. Til þessa hefur starfsemin verið fjármögnuð með gjaldi sem Póst- og fjarskiptastofnun hefur lagt á fjarskiptafyrirtæki.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta