Keðjuábyrgð - leiðbeiningar
Með ákvæði um keðjuábyrgð, 88. gr. a. í lögum um opinber innkaup, nr. 120/2016 er aðalverktaka gert skylt að tryggja og bera ábyrgð á að allir starfsmenn, hvort sem um ræðir starfsmenn hans, undirverktaka eða starfsmannaleigna, sem koma að framkvæmd samnings fái laun, starfskjör, sjúkra- og slysatryggingar og önnur réttindi.