Hoppa yfir valmynd
22. september 2020 Forsætisráðuneytið

Stjórnsýslulögin 25 ára

Ritið Stjórnsýslulögin 25 ára er gefið út í tilefni af því að hinn 1. janúar 2019 var aldarfjórðungur liðinn frá gildistöku stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Fólu lögin í sér mikla réttarbót fyrir almenning enda fyrsta heildstæða löggjöf hér á landi um málsmeðferð í stjórnsýslunni. Gildistaka þeirra markaði tímamót bæði að því er varðar starfsskilyrði stjórnsýslunnar og réttarstöðu borgaranna í samskiptum við stjórnvöld.

Meginmarkmið laganna var að tryggja réttaröryggi borgaranna í skiptum þeirra við yfirvöld en jafnframt að stuðla að hagkvæmni og skilvirkni í störfum stjórnvalda. Að baki stjórnsýslulögunum bjó einnig það sjónarmið að auka traust á störfum stjórnvalda. Þannig var það ekki einungis markmið að stuðla að efnislega réttri niðurstöðu í máli með fyrir fram ákveðnum málsmeðferðarreglum heldur jafnframt að ásýndin af störfum stjórnvalda væri með þeim hætti að hún vekti traust hjá borgurunum um að niðurstaða mála væri og yrði rétt.

Við slík tímamót er rétt að staldra við og huga að því hvaða lærdóm er unnt að draga af framkvæmd stjórnsýslulaga þann aldarfjórðung sem liðinn er frá gildistöku þeirra og hvort og þá hvernig unnt sé að nýta þann lærdóm til að efla stjórnsýsluna og auka traust almennings á henni. Af því tilefni hefur forsætisráðuneytið staðið fyrir útgáfu safns fræðilegra ritgerða um lögin og framkvæmd þeirra með það að markmiði að skapa vettvang fyrir fræðilega umfjöllun um lögin, bæði hvernig til hefur tekist síðastliðinn aldarfjórðung og hvað tekur við þann næsta. Slíkri umfjöllun er ekki einungis ætlað að nýtast við frekari rannsóknir og kennslu heldur einnig við framkvæmd laganna og endurskoðun þeirra sem og aðra stefnumótun í forsætisráðuneytinu.

Í ritinu er að finna greinar á sviði stjórnsýsluréttar og stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Ritgerðirnar snerta á fjölbreyttum álitaefnum. Sumar þeirra lúta að einstökum ákvæðum stjórnsýslulaga, aðrar fjalla um tiltekið álitaefni í ljósi ákvæða laganna og enn aðrar gera grein fyrir álitamálum sem ekki er kveðið á um í stjórnsýslulögum en gæti verið ástæða til að taka af skarið um í þeim.

Ritstjóri var Hafsteinn Dan Kristjánsson en ritnefnd skipuðu auk hans; Ásgerður Snævarr, Elísabet Gísladóttir, Flóki Ásgeirsson og Gerður Guðmundsdóttir.

Efnisyfirlit

Formáli ritstjóra

Stjórnsýslulögin 25 ára

A. STARFSSKILYRÐI STJÓRNVALDA

Páll Hreinsson, Tunga íslenskrar stjórnsýslu

B. GILDISSVIÐ STJÓRNSÝSLULAGA

Hafsteinn Dan Kristjánsson, Grundvöllur stjórnvaldsákvarðana og stjórnsýslumála. Nokkrar hugleiðingar um undirstöður og aðferð

Elísabet Gísladóttir, Aðild og fyrirsvar barna í stjórnsýslumálum

Kristín Benediktsdóttir, Aðstoðarmenn og umboðsmenn sjúklinga

Flóki Ásgeirsson Undantekningar frá gildissviði stjórnsýslulaga

C. SÉRSTAKT HÆFI

Ásgerður Snævarr og Ágúst Geir Ágústsson, Setning staðgengils ráðherra

D. MEÐFERÐ MÁLA OG RÉTTINDI

Hafsteinn Dan Kristjánsson, Framsendingarregla stjórnsýslulaga

Gerður Guðmundsdóttir, Rétturinn til að fella ekki á sig sök í stjórnsýslunni. Almenni hlutinn: 70. gr. stjórnarskrárinnar og 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu

Gerður Guðmundsdóttir, Rétturinn til að fella ekki á sig sök í stjórnsýslunni. Sérstaki hlutinn: Gagna- og upplýsingaöflun stjórnvalda. Lagaákvæði. Réttaráhrif brota

Heiða Björg Pálmadóttir, Mikilvægi málsmeðferðarreglna við vistanir barna utan heimilis með samþykki

Hildur Hjörvar, Ne bis in idem og tvíþætt málsmeðferð

E. EFNISREGLUR

Hafsteinn Dan Kristjánsson, Brottfall stjórnsýsluviðurlaga

F. RÉTTINDI OG SKYLDUR OPINBERRA STARFSMANNA

Páll Þórhallsson, Tjáningarfrelsi opinberra starfsmanna - siðferðileg og lagaleg sjónarmið

Eiríkur Jónsson og Oddur Þorri Viðarsson, Uppljóstraravernd opinberra starfsmanna

G. RÉTTARBROT OG EFTIRMÁLAR ÞEIRRA

Víðir Smári Petersen, Höfðun dómsmála vegna athafna og ákvarðana stjórnvalda

Björg Thorarensen, Um lagalega ábyrgð ráðherra og valkosti við endurskoðun reglna um ráðherraábyrgð

Um höfunda

Allt ritið Stjórnsýslulögin 25 ára í einu PDF skjali

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta