Aðgerðaáætlun matvælastefnu
Matvælastefna Íslands til ársins 2040 var samþykkt á Alþingi í júní 2023.
Matvælastefnu er ætlað að vera leiðbeinandi við ákvarðanatöku til að stuðla að aukinni
verðmætasköpun í matvælaframleiðslu hér á landi, tryggja fæðu- og matvælaöryggi og
auka velferð fólks í sátt við umhverfi og náttúru. Hér á landi eru tækifærin mörg og mikilvægt
að nýta þau með samræmdum aðgerðum.
Aðgerðaáætlun matvælastefnu er samantekt úr stefnumótun sem undir hana fellur,
ásamt aðgerðum sem ná til þeirra málaflokka sem eru á ábyrgð matvælaráðuneytisins.
Sértækar aðgerðaáætlanir á einstökum málefnasviðum eru:
• Aðgerðaáætlun Land og líf – landgræðsluáætlunar og landsáætlunar í skógrækt
2022-2026.
• Aðgerðaáætlun landbúnaðarstefnu (í vinnslu).
• Aðgerðaáætlun stefnu um uppbyggingu og umgjörð lagareldis (í vinnslu).
• Aðgerðaáætlun sjávarútvegsstefnu (í vinnslu).